Opið hús miðvikudaginn 30. mars kl. 15. Chopin í tali og tónum. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikari leikur Nocturnur F. Chopins og talar um verkin og túlkun þeirra. Áslaug úskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980 og stundaði svo framhaldsnám í Freiburg í Þýskalandi í 4 ár og lauk þaðan Diplóma prófi. Frá 1984 hefur hún starfað við kennslu og undirleik í Reykjavík. Kaffiveitinga á Torginu í upphafi. Sjá dagskrá í Opnu húsi!