Miðvikudaginn 9. september kl. 13:30 hefjast Krossgötur að nýju í Neskirkju. Að þessu sinni fáum Laufeyju Steingrímsdóttur prófessor í næringarfræði í heimsókn og ræðir hún gamlar matarvenjur, undir yfirskriftinni:
Íslenski maturinn í eitt hundrað ár. Var maturinn hollari í gamla daga?
Í erindinu fjallar Laufey um helstu breytingar sem hafa orðið á mataræði á Íslandi á einni öld. Þar dregur hún fram nokkur atriði sem oft vilja gleymast, svo sem hversu breytilegt fæðið var eftir aðstæðum fólks og búsetu hér áður fyrr. Að sjálfsögðu ræðir hún líka hollustuna í matnum bæði fyrr og nú. Sjá haustdagskrá hér!