Opið hús hefst að nýju 19. janúar 2011 k. 15. Guðni Th. Jóhannesson, höfundur bókarinnar um Gunnar Thoroddsen kemur í heimsókn og segir frá ritun bókarinnar, dagbókum Gunnars og fleiru. Missið ekki af þesssu tækifæri til að hitta höfundinn, heyra hans sögu og fá að spyrja hann um pólitíkina á liðinni öld. Kaffi og meðlæti í boði Neskirkju. Hittumst heil á nýju ári! Dagskrá í Opnu húsi!