Opið hús miðvikudaginn 23. nóvember. Grieg er þekktasta tónskáld Norðmanna. Áslaug Gunnarsdóttir mun skýra og spila sónötu hans í E-moll. Áslaug lærði píanóleik á Íslandi og í Þýskalandi og kennir píanóleik. Hún hefur boðist til að koma reglulega í opið hús til að kynna píanótónlist. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15 og hefst með kaffiveitingum á Torginu. Sjá haust dagskrá.