Þriðjudaginn 15. september hefst þriggja kvölda námskeið um messuna. Kennt verður þrjá þriðjudaga í röð og hefst námskeiðið kl. 18 og stendur til kl. 20.30. Boðið verður upp á léttan kvöldverð. Kennarar sr. Örn Bárður Jónsson, sr. Kristján Valur Ingólfsson, Sigurþór Heimisson og Rúnar Reynisson.
Hver er saga messunar? Hvers vegna er hún byggð upp á þennan hátt? Hvert er samhengið á milli mismunandi þátta hennar? Hvað er guðsþjónusta? Hvert er tákn sakramenntanna? Farið verður í uppbyggingu, tákn og þjónustu leikmanna. Sjá fleiri námskeið hér!