Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Guðsþjónusta og myndlistarsýning

Guðsþjónusta og opnun myndlistarsýningar Erlu S. Haraldsdóttur fer fram í Neskirkju sunnudaginn 23. júní kl. 11:00. Fjallað verður um verkin í predikun. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Í framhaldinu gefst fólki tækifæri til að ganga um á Torginu og njóta sýningarinnar. Ef veður leyfir fer helgihaldið fram í garðinum við [...]

By |19. júní 2024 10:29|

Messa 16. júní

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson. Kaffi og kruðerí á Torginu að messu lokinni. Verið velkomin!

By |11. júní 2024 10:07|

Messa 9. júní

Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju mæta í sumarklæðunum og syngja við raust undir stjórn organistans og garðyrkjbóndans Steingríms Þórhallssonar. Í predikun verður lagt út af orðum hins nafntogaða Gídeons: ,,Æ, Drottinn, hvernig ætti ég að frelsa Ísrael? Ætt mín er aumasta ættin í Manasse og ég smæstur í [...]

By |4. júní 2024 11:23|

Messa sunnudaginn 2. júní

Messa kl. 11:00. Sönghópur Marteins syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffisopi á torginu að messu lokinni. Í stólræðu verður lagt út af orðum Postulasögunnar: ,,En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál og enginn þeirra taldi neitt vera sitt er hann [...]

By |31. maí 2024 09:40|

Messa sunndudaginn 26. maí

Messa kl. 11 á þrenningarhátíð. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Prestur leggur út frá sögunni um Abraham í Mamre lundi þegar þrír óvæntir gestir birtust. Hressing og samfélag á Torginu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

By |23. maí 2024 13:53|

Annar í hvítasunnu

Annan í hvítasunnu, 20. maí, er helgistund í garði kirkjunnar kl. 18.00,  þar sem félagar úr Kór Neskirkju syngja, sr. Skúli flytur hugvekju og að vanda setjum við niður ávaxtatré í garðinum.

By |17. maí 2024 10:45|

Hvítasunnudagur

Hátíðarmessa kl. 11:00 á hvítastunnudag 19. maí. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og í predikun fjallar hann um sýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Orðið, sem er á Torginu. Að messu lokinni ræðir sr. Skúli við listamanninn um verkin.

By |17. maí 2024 10:27|

Vorhátíð

Vorhátíð Neskirkju þann 12. maí kl. 11: Hoppukastalar, grill og gaman. Hin árlega vorhátíð er á sunnudag. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem stúlknakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja. Að henni lokinni verður farið út í garðinn. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning auk þess sem pylsur verða grillaðar [...]

By |8. maí 2024 14:35|

Neskirkjuhlaup á uppstigningardag

Við endurvekjum Neskirkjuhlaupið næstkomandi uppstigningardag 9. maí kl. 11.00. Dagskráin hefst inni í kirkjuskipinu þar sem boðið er upp á hvetjandi helgistund. Að því loknu fer hver á sínum hraða eftir sóknarmörkum Nessóknar, alls 10 km. Einnig má fara styttri leið (sjá kort). Þegar heim er komið bjóðum við upp á [...]

By |6. maí 2024 17:21|

Aðalfundur Nessóknar

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn fimmtudaginn 16. maí  kl. 18.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.

By |6. maí 2024 11:54|