Sunnudagaskólinn hefst þann 8. september
Sunnudaginn 8. september hefst sunnudagaskólinn í Neskirkju. Þema vetrarins er Við erum Friðflytjendur. Börnin fá fallega bók með sögum og hugleiðingum og í hana safna þau límmiðum í vetur. Að venju hefst sunnudagaskólinn inni í kirkjunni en eftir sameiginlega byrjun færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem leikir og [...]
Græn messa sunnudaginn 25. ágúst
Sunnudaginn 25. ágúst kl. 11 verður messa þar sem horft er til náttúrunnar og sköpunarinnar í tali og tónum. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar. Að messu lokinni fara fermingarbörn [...]
Messa 25. ágúst
Græn messa kl. 11, þar sem náttúran og gróðurinn fær sinn sess. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og sr. Skúli Sigurður Ólafsson þjónar fyrir altari. Hressing á torginu að lokinni messu.
Hvað er rétt tilbeiðsla? Messa um verslunarmannahelgi
Messa kl. 11 á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Einars Huga Böðvarssonar. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningarlestrar dagsins eru ögrandi og það var líka opnunarhátíð Olympíuleikanna sem verður skoðuð og spurt spurninga um rétta tilbeiðslu. Hressing og samfélag á torginu eftir [...]
Prjónamessa 28. júlí
"Prjónamessa" - verður haldin í Neskirkju kl. 11, sunnudaginn 28. júlí. Slíkar guðsþjónustur hafa verið haldnar árlega í nokkur ár. Félagar úr prjónahóp kirkjunnar aðstoða við helgihaldið sem verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Messugestir sitja við borð og boðið er upp á kaffi, te og vatn auk kirkjukexins góða meðan á [...]
Kaffihúsamessa 14. júlí
Kaffihúsamessa í safnaðarheimili kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi, te, vatn og kex í boði meðan á messu stendur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Blöð og litir fyrir yngstu kynslóðina. Ritningartextar dagsins fjalla um meðal annars um brauð og [...]
Messa 30. júní
Kaffihúsamessa í safnaðarheimili Neskirkju sunnudaginn 30. júní kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina. Verið öll velkomin.
Guðsþjónusta og myndlistarsýning
Guðsþjónusta og opnun myndlistarsýningar Erlu S. Haraldsdóttur fer fram í Neskirkju sunnudaginn 23. júní kl. 11:00. Fjallað verður um verkin í predikun. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Í framhaldinu gefst fólki tækifæri til að ganga um á Torginu og njóta sýningarinnar. Ef veður leyfir fer helgihaldið fram í garðinum við [...]
Messa 16. júní
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson. Kaffi og kruðerí á Torginu að messu lokinni. Verið velkomin!
Messa 9. júní
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju mæta í sumarklæðunum og syngja við raust undir stjórn organistans og garðyrkjbóndans Steingríms Þórhallssonar. Í predikun verður lagt út af orðum hins nafntogaða Gídeons: ,,Æ, Drottinn, hvernig ætti ég að frelsa Ísrael? Ætt mín er aumasta ættin í Manasse og ég smæstur í [...]