Hallgrímur í tali og tónum
Lokaviðburður menningarviku sem tileinkuð er Hallgrími Péturssyni eru kórtónleikar Kórs Neskirkju 2. nóvember kl. 17.00. þar sem flutt verða kórverk við texta sálmaskáldsins. Á dagskrá verður Kvöldvers eftir Tryggva Baldvinsson, Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Fyrir mig Jesú þoldir þú eftir Sigurð Sævarsson, ásamt verkum eftir Jón Leifs, Hildigunni Rúnarsdóttur, [...]
Allra heilagra messa, sunnudaginn 3. nóvember
Allra heilagra messa kl. 11:00. Látinna minnst í tali og tónum. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið er á sínum stað með sögum og söng. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi á Torginu að messu lokinni.
Tónlist á tíma Hallgríms
Þriðjudaginn 29. október kl. 20.30 orgel og sembaltónleikar. Á þessum tónleikum kynnir Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, nokkur tónskáld sem störfuðu á tíð Hallgríms Péturssonar. Flutt verða orgel og sembalverk eftir meðal annars Louis Couperin, Dietrich Buxtehude, Johann Jakob Froberger, Girolamo Frescobaldi, Bernardo Paqsquini og Henry Purcell.
Quigong
Krossgötur mánudaginn 28. október kl. 13.00. Ástbjörn Egilsson segir okkur frá Kinversku undraleikfiminni Quigong og fer með okkur í gegnum æfingarnar.
Hátíðarmessa og opnun sýningar
Hátíðarmessa á dánardegi Hallgríms Péturssonar kl. 11.00. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og Sr. Örn Bárður Jónsson flytur sálminn ,,Um dauðans óvissan tíma". Sálmar og kórverk eftir Hallgrím Pétursson verða flutt og orgelverkið „1674" frumflutt. Sunnudagskóli á sama tíma. Sýning sr. Arnar Bárðar Jónssonar, Vatn og jörð opnar á Torginu [...]
Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 20. október
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og með henni þjónar vaskur hópur úr barnastarfi kirkjunnar. Hressing og samfélag á torginu eftir stundina. Kl. 12.30-13.30 verður námskeið um Biblíuna, tilurðarsögu og samsetningu, í umsjá sr. Steinunnar. Það er öllum opið.
Sigurbjörn Einarsson: Náðarvald yfir bókaþjóð
Krossgötur mánudaginn 21. október kl. 13. Haraldur Hreinsson lektor flytur erindi Sigurbjörn Einarsson, biskup. Kaffiveitingar.
Hundrað og þrjú ráð úr Biblunni
Krossgötur mánudaginn 14. október kl. 13.00. Bók Pétrínu Mjallar Jóhannesdóttur hefur fengið prýðilegar viðtökur en þar deilir hún af þekkingu sinni á bókum Biblíunnar og sækir í þær 103 gagnleg ráð fyrir daglegt líf. Hún fjallar um bók sína á Krossgötum í Neskirkju og leiðir samtalið yfir kaffibolla og meðlæti.
Námskeið um Biblíuna
Námskeið um Biblíuna, sögu og samsetningu, verður í Neskirkju sunnudagana 13. og 20. október kl. 12.30. Námskeiðið er í umsjón dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, prests í Neskirkju. Þar verður farið yfir Biblíuna, samsetningu hennar og sögu. Námskeiðið hefst að lokinni messu. Súpa og kaffi eru í boði fyrir námskeiðsgesti við [...]
Messa, sunnudagaskóli og námskeið um Biblíuna 13. október
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 13. október. Sameiginlegt upphaf inni í kirkjunni en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Í messunni syngur Háskólakórinn og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir leiðir leiki söng og sögur í sunnudagaskólanum með [...]