Guðmundur góði
Krossgötur þriðjudaginn 10. janúar. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju. Skúli segir frá þessum nafntogaða biskupi sem vígði ýmis náttúrufyrirbæri einkum vatnslindir, lagði sig fram um að sinna bágstöddum og tókst á við veraldlegt vald. Kaffiveitingar.
Guðsþjónusta 8. janúar
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Við hljóðfærið situr María Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og gleði í sunnudagskólanum umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu.
Nýársdagur
Nýársdagur, 1. janúar. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Gamlárskvöld
Aftansöngur kl. 18. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Helgistund og jólaball sunnudagaskólans
Annar í jólum, 26. desember. Helgistund og jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Samveran hefst á helgistund. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður kringum jólatréð og sungið dátt. Góðir gestir kíkja við, gefa börnum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjá hafa prestar og starfsfólk barnastarfsins.
Jólastund barnanna á aðfangadag
Jólastund barnanna kl. 16. Helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir jólunum. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallsonar. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt Rúnari Reynissyni og [...]
Aftansöngur á aðfangadag
Aftansöngur kl. 18. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Ragnhildur Þórhallsdóttir syngur einsöng. Prestar eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem predikar.
Söngvar á jólanótt
Söngvar á jólanótt kl. 23.30. Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Þessi samvera færir okkur kyrrð og helgi eftir gleði og glaum kvöldsins.
Jóladagur
Hátíðarmessa kl. 14. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng við undirleik Steingríms Þórhallssonar organista. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestar eru sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir sem predikar.
Fjórði sunnudagur í aðventu
Guðsþjónust og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu