Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Krossgötur 22. janúar

Krossgötur mánudaginn 22. janúar kl. 13.00. Athugið BREYTTAN vikudag! Íslenskir biskupar á miðöldum sr. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju, fjallar um Jón Ögmundsson sem var biskup á Hólum (1106–1121). Vikulega bjóðum við upp á erindi með kaffiveitingum á Torginu í Neskirkju. Dagskráin er fjölbreytt og tengist ýmsum sviðum lífs og tilveru.

By |18. janúar 2024 12:50|

Messa sunnudaginn 21. janúar

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Söngur, sögur, leikir og gleiði í sunnudagaskólanum. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi og samfélag á Torginu að lokinni messu.

By |18. janúar 2024 12:47|

Krossgötur

Frá og með vorönn 2024 verða Krossgötur á mánudögum kl. 13. Segja má að fyrstu fyrirlestrarnir taki mið af þeim því að kosið verður til biskups nú í vor. Fjallað verður um fyrstu íslensku biskupana en þeir mótuðu kirkju og samfélag hérlendis á miðöldum. Í framhaldinu fáum við ýmis erindi sem [...]

By |11. janúar 2024 11:32|

Messa sunnudaginn 14. janúar

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Fermingarbörn undirbúa og taka þátt í messunni. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |11. janúar 2024 11:29|

Samtal um Ragnar Þórisson

Nú líður að lokum sýningar Ragnars Þórissonar á Torginu í Neskirkju. Við efnum til samtals, á Torgin í Neskirkju kl. 20.0 sunnudaginn 7. janúar, um verkin þar sem Jón Ransu ræðir við listamanninn. Verið velkomin.

By |6. janúar 2024 10:46|

Messa sunnudaginn 7. janúar

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Douglas Brotchie. Söngur, sögur og gleiði í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarson. Samfélag og kaffisopi á Torgin eftir messu. Á Torginu stendur yfir sýning Ragnars Þórissonar en henni líkur um þessa helgi.

By |6. janúar 2024 10:39|

Messa sunnudaginn 17. desember

Messa og barnastarf kl. 11 þriðjasunnudag í aðventu. Sameiginlegt upphaf. Félagar í Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Douglas Brotchie. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Kaffiveitingar og samfélag á Torginu eftir messu.

By |15. desember 2023 10:15|

Aðventu- og ljósahátíð sunnudaginn 10. desember

Aðventu- og ljósahátið kl. 11.00. Barnakór Neskirkju og Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Fermingarbörn lesa texta og tendra ljós. Silva Þórðardóttir syngur einsöng. Prestar kirkjunnar, sr Skúli S. Ólafsson og sr. Helga Kolbeinsdóttir þjóna. Samfélag og kaffiveitingar eftir stundina. Verið velkomin á hátíðlega stund í hjarta Vesturbæjarins!

By |8. desember 2023 09:03|

Hátíðarmessa á fyrsta sunnudegi í aðventu

Hátíðarmessa, sunnudaginn 3. desember, kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr Skúli Ólafsson og sr Helga Kolbeinsdóttir þjóna. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Nönnu og Lilju. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

By |30. nóvember 2023 11:14|

Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar

Sunnudaginn 3. desember kl. 17:00 fjöllum við um nýja útgáfu á Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar í Neskirkju. Fyrsta útgáfa sálmabókarinnar var prentuð á Hólum í Hjaltadal 1589 og heitir: „Ein ný sálmabók með mörgum andlegum sálmum ...“ Í sálmabók Guðbrands eru nótur með mörgum sálmanna sem segja má að hafi verið nýjung [...]

By |30. nóvember 2023 09:20|