Messa 19. janúar
Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið fer fram á sama tíma undir stjórn leiðtoganna. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og leggur hann út af þeim kunna texta þegar Jesús breytti vatni í vín.
Barokkbiskupar: Brynjólfur Sveinsson á Krossgötum
Krossgötur kl. 13.00 mánudaginn 20. janúar. Brynjólfur Sveinsson (1605–1675) var heimsmaður og dvaldi hann langdvölum í Kaupmannahöfn og á Ítalíu. Hann var innanbúðarmaður hjá kóngi og vann að því að safna íslenskum fornhandritum sem gegndu þýðingarmiklu hlutverki í sjálfsmynd Danaveldis. Það var einmitt um það leyti sem hann kom Hallgrími [...]
Augljós: samtal um kirkjulist og verk Þórdísar Erlu Zoëga
Sunnudagskvöldið 19. janúar kl. 18:00 ræðum við sýningu Þórdísar Erlu Zoëga, Augljós, sem er á Torginu í Neskirkju. Við fáum tvö erindi um kirkjulist og loks ræðir listamaðurinn verk sín. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson, prestur og MA í listasögu: Caspar David Friedrich: Að móta nýtt myndmál. Fjallar verður um verk Munkurinn á [...]
Sögustund – Biblíusögur fyrir 6-8 ára
Neskirkja býður upp á sex vikna námskeið um Biblíusögur fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla, eða sex til átta ára. Námskeiðið verður þriðjudaga kl. 15.30 - 16.30, frá 4. febrúar til 11. mars. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá barnið. Á námskeiðinu verða sögur Biblíunnar skoðaðar [...]
Sunnudagur 12. janúar, messa og sunnudagskóli
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið. Söngur, sögur og leikur í umsjá Karenar S. Helgadóttur, Karólínu B. Óskarsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. [...]
5. janúar Messa og sunnudagaskóli
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með Ara Agnarssyni sem leikur undir söng. Hressing og samfélag á Torginu að loknum stundum.
Nýársdagur
Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningum!
Gamlárskvöld
Aftanssöngur kl. 18.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Sunndudagurinn 29. desember
Guðsþjónusta sunnudaginn 29. desember kl. 11:00. María Kristín Jónsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Barnastarfið er á sínum stað og kaffiveitingar bíða að helgihaldinu loknu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og ræðir hann meðal annars hin svo nefndu apókrýfu guðspjöll sem fjalla um bernskuár [...]
Fjölskyldustund og jólaball barnastarfsins
Annar í jólum kl. 11.00. Helgistund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður í kringum jólatréð og sungið dátt við undirleik Ara Agnarssonar. Góðir gestir kíkja við, gefa börnunum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður og leiðtogar [...]