Sögur úr fornöld
Krossgötur mánudaginn 24. febrúar kl. 13.00 Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir: Allt þetta skrítna og skemmtilega skýrt og skoðað. Skilningur á hugmyndaheimi fyrstu aldar fyrir botni Miðjarðarhafs veitir nýja innsýn inn í margt í guðspjöllunum sem er framandi. Hér er sjónum beint að þáttum í Markúsarguðspjalli, sem og einkennum guðspjallsins sjálfs og [...]
23. febrúar er Biblíudagurinn
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 23. febrúar. Biblían er þema dagsins, enda biblíudagurinn. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum sem sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, Karen Sól Helgadóttir og Ari Agnarsson leiða. Hressing og samfélag [...]
Bókaútgáfan á Hólum: Guðrún Laufey Guðmundsdóttir
Krossgötur mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Guðrún Laufey Guðmundsdóttir fjallar um bókaúgáfuna á Hólum. Í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar (1541-1627) á Hólum verða tímamót í bókaprentun og útgáfu kirkjulegra rita þar sem hæst ber úgáfa Biblíunnar 1584 og sálmabókar 1589.Bókaútgáfa Guðbrands var lausn á þeim vanda sem siðskiptin báru með sér [...]
Messa 16. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11:00 Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Kirkjukaffi að messu lokinni og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir býður upp á fræðslu um Markúsarguðspjall. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Barokkbiskupar: Þórður Þorláksson 1637-1697
Krossgötur, mánudaginn 10. febrúar kl 13.00. Þá er komið að lokaerindinu í fyrirlestrarröð um biskupa barokktímans. Þórður Þorláksson var biskup í Skálholti frá 1674 til dauðadags. Hann var maður tveggja tíma í ýmsum skilningi. Annars vegar var hann mótaður af hinum svo kallaða rétttrúnaði og galdraöldinni, alræmdu. Hins vegar var hann [...]
Messa 9. febrúar
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju fjölmenna og syngja við raust undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Umsjón Karen Sól, Karolína Björg og Ari. Kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Messa, sunnudagaskóli, biblíulestur og bókakvöld
Það er fjölbreytt dagskrá í Neskirkju. Sunnudaginn 2. febrúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að vanda. Við hefjum stundina saman inni í kirkju en svo færist sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimilið þar sem Ari, Guðrún og Karólína halda uppi fjörinu. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng [...]
Markúsarguðspjall, samtal og samfélag
Biblíulestrar á sunnudögum hefjast að nýju í febrúar. Að þessu sinni verða 8 samverur og verður Markúsarguðspjall tekið fyrir. Lestrarnir eru opnir öllum. Markúsarguðspjall er af flestum fræðimönnum talið elsta guðspjallið. Það er einnig styst, aðeins 16 kaflar. Á vormisseri 2025 verða 8 biblíulestrar sem sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir. [...]
Barokkbiskupar: Þorlákur Skúlason
Krossgötur mánudaginn 27. janúar kl. 11. Þorlákur biskup Skúlason (1597 - 1656) Af Þorláki er ættarnafnið Thorlacius dregið. Móðir hans Steinunn var laundóttir Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann ólst upp hjá föður sínum og lærði hjá honum auk námsdvalar í Kaupmannhöfn. Hann tók svo við biskupsembættinu á Hólum og þótti vitur [...]
Sunnudagurinn 26. janúar
Messa og sýningaropnun kl. 11:00. Við opnum og ræðum sýningu Þórdísar Jóhannesdóttur, Gerð. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Reykjavíkur. Listamaðurinn dregur fram örmyndir úr tilverunni og setur þær trúarlegt í samhengi. Barnstarfið er á sínum stað með söng og leik. Kirkjukaffið er veglegt í tilefni opnunarinnar. Kór Neskirkju syngur við [...]