Krossgötur vorið 2025

– Seinna hluti –

MÁNUDAGA kl. 13.00

Vikulega bjóðum við upp á erindi með kaffiveitingum á Torginu í Neskirkju.
Dagskráin er fjölbreytt og tengist 
ýmsum sviðum lífs og tilveru.

Febrúar:

24.
Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir:
Sögur úr fornöld
Allt þetta skrítna og skemmtilega skýrt og skoðað. Skilningur á hugmyndaheimi fyrstu aldar fyrir botni Miðjarðarhafs veitir nýja innsýn inn í margt í guðspjöllunum sem er framandi. Hér er sjónum beint að þáttum í Markúsarguðspjalli, sem og einkennum guðspjallsins sjálfs og hugmyndum um upphaflegan flutning þess

Mars:

3.
Hjörleifur Guttormsson:
Ævisaga sr. Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað.
Hjörleifur hefur gefið út ævisögu forföður síns séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormstað og fleiri stöðum. Þetta var stórmerkur klerkur. Bókin er að sögn, mikilsvert framlag til sögu 19. aldar med áherslu á Austurland og aðkomu Sigurðar ad mótun hennar á mörgum sviðum.

10.
Sr. Örn Bárður Jónsson:
Um dauðans óvissan tíma
Sr. Örn Bárður fjallar um afstöðu gyðing/kristinnar hefðar til lífsins og endaloka þess og les samnefndan sálm Hallgríms Péturssonar.

17.
Ingibjörg Þórisdóttir:
Þýðing Matthíasar Jochumssonar á Óthello Shakespeares
Ingibjörg sýnir handskrifaðan frumtexta skáldsins á þýðingunni og ber saman við endanlega útgáfu eins og hún kom á prenti. Þýðing Matthíasar fékk harða gagnrýni og var talsvert um hana fjallað í fjölmiðlum.

24.
Sigrún Jónsdóttir meistaranemi í sagnfræði:
Líf og störf Þórunnar Bjarnadóttur (1776–1836)
Þórunn Bjarnadóttir var eiginkona Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings. Hún var 15 barn móðir, húsfreyja, yfirsetukona og stundum staðgengill manns síns við læknisstörf. Þegar almennar bólusetningar við hinni skæðu bólusótt hófust á Íslandi tók hún þátt í því verkefni, fór á milli bæja til að bólusetja og fylgdist með árangrinum. Þórunn lét ekki eftir sig skriflegar heimildir en henni bregður stundum fyrir í dagbókarfærslum Sveins. Í erindinu verða þær litlu svipmyndir nýttar til að lýsa lífi og störfum þessarar merku konu.

31.
Gríma Huld Blængsdóttir, öldrunarlæknir:
Heilræði fyrir heilbrigði
Gríma Huld gefur góð ráð um heilsu og næringu eldri borgara.

Apríl:

7.
Sigríður Ólafssdóttir, dósent:
Skólakerfi í deiglu
Sigríður rýnir í niðurstöður PISA-könnunarinnar í lesskilningi árið 2022. Hún mun fjalla um hæfniþrep PISA og tengja þau við samfélagslega umræðu hér á landi. Þá mun hún fjalla um mál- og læsiseflandi samskipti á heimili og í skóla sem leggja grunn að djúpum lesskilningi, eins og metinn er í lesskilningshluta PISA. Sigríður Ólafsdóttir er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknasvið hennar beinast að málþroska og læsi, þróun orðaforða, lesskilnings- og ritunarfærni hjá ein-, tví- og fjöltyngdum börnum og ungmennum.

14.
Guðrún Ágústsdóttir
Dymbilvika: „Hver dagur var hátíð“
Guðrún fjallar um afa sinn, séra Bjarna Jónsson Dómkirkjuprest og áhrifamann á sviði kirkju og trúarlífs. Yfirskriftina sækir Guðrún í orð ömmu sinnar, Áslaugar Ágústsdóttur en svona lýsti hún sambúð þeirra. Hjónaband þeirra kemur mjög við sögu í erindi hennar.

21.
Dr. Skúli S. Ólafsson:
Sýningar
Skúli fjallar um sýninguna „GERГ eftir Þórdísi Jóhannesdóttur sem er á Torginu og verkin á sýningunni í Listasafni Árnesinga. 

22.
Heimsókn í Listasafn Árnesinga
Ath. þriðjudagur
Farið verður í heimsókn í Listasafn Árnesinga í Hveragerði og við gerum vel við okkur í framhaldinu.

28.
Áslaug Gunnarsdóttir:
Tónlist á Krossgötum
Áslaug leikur tónlist og kynnir höfundana.