Vorferðalag Krossgötugesta 13. maí

Miðvkudaginn 13. maí kl. 13:30 halda krossgötugestir í rútur og aka sem leið liggur suður á Hvalsnes. Þar tekur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson á móti hópnum og segir þeim frá sr. Hallgrími Péturssyni sem þar þjónaði um tíma. Þaðan verður haldið í Keflavíkurkirkju þar sem boðið verður upp á rjúkandi kaffi og hjónabandssælu með rjóma. [...]

By |2017-04-26T12:23:15+00:007. maí 2015 11:25|

Krossgötur í Neskirkju: Fyrsti kvenpresturinn

Á krossgötum sem verða miðvikudaginn 29. apríl kl. 13:30 fáum við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur í heimsókn og fjallar hún um merka konu, Steinunni Jóhannesdóttur Hayes. Steinunn var fyrsta konan sem vígðist til prests á Íslandi en hún var einnig læknir. Steinunn starfaði um aldamótin 1900 í Kína og vann þar merkilegt starf. Að vanda er [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:0024. apríl 2015 07:47|

Krossgötur, heimsókn í Víðistaðakirkju

Miðvikudaginn 15. apríl kl. 13:30 eru Krossgötur að vanda í Neskirkju. Að þessu sinni verður haldið suður í Hafnarfjörð þar sem fyrrum Neskirkjuþjónarnir, sr. Halldór Reynisson og Karl Kristensen taka á móti okkur með kaffi og leiðsögn.  

By |2017-04-26T12:23:16+00:0013. apríl 2015 09:57|

Krossgötur, þjónandi forysta

Krossgötur verða í safnaðaðarheimili Neskirkju 8. apríl kl. 13:30. Þá fjallar sr. Skúli S. Ólafsson um þjónandi forystu. Kaffisopi og kruðerík. 

By |2017-04-26T12:23:16+00:007. apríl 2015 09:58|

Krossgötur 25. mars: Geneseretvatn og Dauðahafið

Miðvikudaginn 25. mars kl. 13:30 eru Krossgötur á dagskrá Neskirkju. Að þessu sinni flytur sr. Skúli S. Ólafsson erindi um vötnin tvö í Landinu helga, Geneseretvatn og Dauðahafið. Þau eiga sömu uppsprettuna, ána Jórdan, en annað er iðandi af lífi en hitt, eins og nafnið gefur til kynna er steindautt! Kaffisopi í boði og kruðerí. 

By |2017-04-26T12:23:17+00:0024. mars 2015 12:22|

Suðrænn saltfiskur

Í hádeginu, föstudaginn 13. mars er suðrænn saltfiskur á Kirkjutorginu. Á undan flytur sr. Skúli S. Ólafsson stutta hugleiðingu um föstuna og lífið - sem er auðvitað saltfiskur.

By |2017-04-26T12:23:17+00:0010. mars 2015 13:16|

Keltnesk kristni á Krossgötum

Miðvikudaginn 11. mars kemur sr. Gunnþór Ingason á Krossgötur og ræðir keltneska kristni. Hann hefur rannsakað þessa trúarhefð um árabil og verður fróðlegt að hlýða á erindi hans. Á undan fyrirlestrinum verður bænasamvera. Kaffiveitingar.

By |2015-03-10T13:14:47+00:0010. mars 2015 13:14|

Fegurðaraukinn í Neskirkju – fasta!

Fólk sefur betur, fær fallegri húð, einbeiting batnar, lyfjanotkun margra minnkar. Sum sem hafa liðið fyrir of háan blóðþrýsting gleðjast yfir lækkun þrýstings og önnur sem hafa liðið fyrir giktarsjúkdóma eða exem skána mikið Hvað er það sem gerir fólki svo gott? Það eru fösturnar í Neskirkju. […]

By |2014-02-22T19:45:23+00:0022. febrúar 2014 19:45|