Krossgötur 11. okt.
Krossgötur þriðjudaginn 11. október kl. 13.00. Skírnin í kirkjunni. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Neskirkju ræðir niðurstöður norrænna rannsókn á fækkun skírna og viðbrögðum við þeim. Kaffiveitingar.
Krossgötur þriðjudaginn 11. október kl. 13.00. Skírnin í kirkjunni. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Neskirkju ræðir niðurstöður norrænna rannsókn á fækkun skírna og viðbrögðum við þeim. Kaffiveitingar.
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Hressing og samfélag eftir stundirnar á Torginu.
Krossgötur þriðjudaginn 4. október kl. 13.00. Eitt þekktasta rit Biblíunnar eru Davíðssálmarnir. Þeir eru sálmabókin sem Jesús leitaði í og í þeim er að finna fjölbreytt ljóð og texta frá ýmsum skeiðum í sögu Ísraelsríkis. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um sálmana í heild sinni og staldrað við þá sem eru sérstaklega áhugaverðir. Kaffiveitingar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Stefans Sand. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið þar sem verður söngur og sögur. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Hressing og samfélag eftir stundirnar á Torginu.
Krossgötur þriðjudaginn 27. september kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson heldur áfram að fjalla um Davíð konung. Nú verður sagt frá konungdómi Davíðs, sameiningu Suður- og Norðurríkjanna og Jerúsalem. Frásögnin af Davíð og Batsebu verður einnig til umfjöllunar. Kaffi og kruðerí.
Mánudaginn 26. september kl. 20 hittist prjónahópur Neskirkju í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar samverur og allir velkomnir með prjóna eða aðra handavinnu í spjall og kaffisopa.
Messa og barnastarf sunnudagur 25. september kl. 11 Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og sögur í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.
Krossgötur þriðjudaginn 20. september kl. 13. Davíð verður konungur. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um framgang Davíðs, átök hans við Sál konung, vináttu hans við Jónatan son Sáls og aðdraganda þess að Davíð öðlast völd í ríkinu. Kaffiveitingar.
Messa og sunnudagaskóli verður kl. 11 þann 18. september. Að venju er sameiginlegt upphaf í kirkjunni en síðan færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem Kristrún, Hrafnhildur og Ari halda uppi fjörinu með söng og sögum. Í kirkjunni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður [...]
Krossgötur hefjast þriðjudaginn 13. september kl. 1300. Að vanda er boðið upp á fræðsludagskrá og eru erindin í höndum sr. Skúla S. Ólafssonar auk gestafyrirlesara sem deila með okkur fróðleik og frásögn. Kaffi og kruðerí. Þriðjudaginn 13. september mun sr. Skúli vera með erindi sem hann kallar „Davíð var lítill drengur“ en þar fjallar hann um [...]