Heilsa og hreysti

Krossgötur þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Gríma Huld Blængsdóttir heimilis- og öldrunarlæknir gefur góð ráð um heilsu og næringu eldri borgara. Kaffiveitingar.

By |2022-11-07T09:14:36+00:007. nóvember 2022 09:14|

Tónleikar kl. 17 á Allra heilagra messu

Á Allra heilagra messu, þann 6. nóvember, flytur Kór Neskirkju Sálumessu (Requiem) eftir Gabriel Fauré í Neskirkju kl. 17.  Tónleikarnir eru ókeypis. Auk Sálumessunnar verða flutt nokkur önnur verk sem eiga við á Allra heilagra messu, þegar látinna er minnst og kerti tendruð í bænarhug. Stjórnandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Einsöngvarar eru Ragnhildur D. Þórólfsdóttir [...]

By |2022-11-04T09:49:45+00:004. nóvember 2022 09:47|

Allra heilagra messa 6. nóvember

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á Allra heilagra messu. Í Guðsþjónustu verður látinna minnst og kveikt á kertum í minningu þeirra. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Stefans Sand. Sunnudagaskóla stýrir Hrafnhildur Guðmundsdóttir.  Hressing á torginu að lokinni guðsþjónustu.

By |2022-11-04T09:54:12+00:003. nóvember 2022 10:21|

Allir heilagir og allar sálir

Krossgötur 1. nóvember kl. 13.00. Steingrímur ,,maestro" Þórhallsson fjallar um þekktar sálumessur. Tilefnið eru tónleikar Neskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl 17:00 þar sem Kór Neskirkju flytur sálumessu Fauré, væntanlega með tilþrifum. Kaffiveitingar.

By |2022-10-31T10:42:27+00:0031. október 2022 10:42|

Messa og barnastarf

Messa og barnastarf kl. 11. sunnudaginn 30. október. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sögur, söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2022-10-28T10:08:54+00:0028. október 2022 10:08|

Krossgötur 25. október

Krossgötur þriðjudaginn 25. október kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson heldur áfram að fjalla um áhugverðar sögur úr Gamla testamenntinu. Kaffiveitingar.

By |2022-10-24T14:01:08+00:0024. október 2022 14:01|

Skammdegisbirta 23. október

Á Skammdegisbirtu í Neskirkju 23. október kl 18:00 er fjallað um jörðina og íbúa hennar. Þeir Stefán Jón Hafstein og Þórir Guðmundsson kynna nýútkomnar bækur sínar sem báðar fjalla um þetta efni þó efnistök séu ólík. Stefán Jón ræðir ástand jarðarinnar í bók sinni: Heimurinn eins og hann er. Þórir segir frá eftirminnilegu fólki sem [...]

By |2022-10-23T10:20:58+00:0023. október 2022 10:20|

Guðsþjónusta 23. október

Sunnudaginn 23. október kl 11:00 opnum við sýningu Rúnars Reynissonar, ,,Heimaslóð" við guðsþjónustu í Neskirkju. Fjallað verður um verkin í predikun og gestum og gangandi er boðið upp á veitingar að helgihaldinu loknu. Þá er ný sálmabók komin í hús og verða sungnir úr henni sálmar sem ekki voru í þeirri gömlu. Félagar úr Kór [...]

By |2022-10-20T12:06:09+00:0020. október 2022 12:06|

Krossgötur 18. okt.

Krossgötur í Neskirkju þriðjudaginn 18. október kl 13:00. Hópurinn hittist í Neskirkju og þiggur kaffiveitingar. Að því loknu höldum við á bílum á Landnámssýninguna í Aðalstræti þar sem hópurinn verður leiddur um sýninguna.

By |2022-10-17T10:56:56+00:0017. október 2022 10:56|

Fjölskylduguðsþjónusta 16. október

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 16. október. Söngur, leikrit, gleði og guðsorð. Umsjón sr. Steinunn A. Björnsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir og starfsfólk sunnudagaskólans. Ari Agnarsson leikur undir söng. Hressing á Torginu að lokinni guðsþjónustu.

By |2022-10-13T13:35:18+00:0013. október 2022 13:35|