Þriðji sunnudagur í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Jólalög, jólasaga og jólaleikrit í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur æskulýðsfulltrúa og sr. Steinunnar A. Björnsdóttur.

By |2022-12-09T09:25:37+00:009. desember 2022 09:25|

Aðventuhátíð

Mikið verður um dýrðir á aðventuhátíð í Neskirkju kl. 17. þriðja sunnudag í aðventu 11. desember. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Pamela De Sensi og Ásta Sóllilja Auðunsdóttir leika á flautu. Ræðumaður er Auðunn Atlason. Prestar Neskirkju leiða stundina. Piparkökur og kakó á Torginu eftir stundina. Aðgangur er ókeypis. [...]

By |2022-12-07T09:16:59+00:007. desember 2022 09:16|

Slökun og kyrrðí kirkjunni á aðventu

Samverur fyrir börn og foreldra þriðjudaginn 6., miðvikudaginn 7. og fimmtudaginn 8. desember kl. 16.30. Kirkjan er opin frá kl. 16 og hægt er að fá sér hressingu. Við leggjum áherslu á ró, höfum dýnur á gólfinu, slökum á, tendrum kerti, syngjum og segjum jólasöguna. Föndur að gjöf til að taka með heim. Stundin hentar börnum í leikskóla og yngstu [...]

By |2022-12-07T09:25:16+00:007. desember 2022 08:20|

Annar sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. sunnudaginn 4. desember. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og aðventustemming í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2022-12-01T11:27:10+00:001. desember 2022 11:26|

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa kl. 11.00 og sýningaropnun á fyrsta sunnudegi í aðventu. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Við messuna verður sýning Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur opnuð. Yfirskrift hennar er skil / skjól. Sunnudagskóli á sama tíma. Sögur sögur og gleði. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi

By |2022-11-25T12:56:38+00:0025. nóvember 2022 12:53|

Keltar í Neskirkju

Á skammdegisbirtu sunnudaginn 27. nóvember kl 18 fjöllum við um Kelta og áhrif þeirra á íslenskt mál og menningu. Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður gaf nýverið út bókina Keltar þar sem hann ræðir þessi áhrif. Stundin hefst í kirkjuskipi þar sem Steingrímur Þórhallsson leikur og kynnir tónlist sem hæfir stað og stund. Að því loknu þiggjum við [...]

By |2022-11-24T07:56:13+00:0024. nóvember 2022 07:56|

Jón biskup

Krossgötur þriðjudaginn 22. nóvember. Gunnar Kristjánsson doktor í guðfræði ræðir um Jón biskup Helgason. Kaffiveitngar. Allir velkkomnir

By |2022-11-22T10:33:47+00:0022. nóvember 2022 10:33|

Áramót í kirkjunni 20. nóvember

Síðasta sunnudag kirkjuársins, þann 20. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf er í kirkjunni en síðan fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng í messu undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningartexta sunnudagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar. Í sunnudagaskólanum verður söngur [...]

By |2022-11-17T14:02:42+00:0017. nóvember 2022 14:02|

Jæja – krossgötur 15. nóvember

Á krossgötum þriðjudaginn 15. nóvember kl 13:00 heimsækjum við Kjarvalsstaði og fáum leiðsögn um sýningu Guðjóns Ketilssonar, ,,Jæja". Hópurinn gæðir sér svo á krásum hjá Marentzu á kaffihúsinu. Við hittumst í Neskirkju og röðum okkur í bílana.

By |2022-11-14T10:31:24+00:0014. nóvember 2022 10:31|

Sunnudagurinn 13. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleiði í sunnudagaskólanum. Umsjón Krístrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2022-11-10T13:07:02+00:0010. nóvember 2022 13:07|