Messa og barnastarf á Biblíudaginn 12. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið þar sem Kristrún Guðmundsdóttir leiðir leiki, sögur og söng og Ari Agnarsson leikur undir. Samfélag og hressing á torginu að loknum stundunum.