Æskulýðsstarf Neskirkju.
Æskulýðsfélagið NeDó er með fundi á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30 í kjallara kirkjunnar.
Starfið er opið öllum ungmennum í 8. – 10. bekk. Dagskrá NeDó er fjölbreytt og skemmtileg. Við hvetjum alla unglinga sem hafa áhuga á að prófa NeDó að hika ekki við að láta sjá sig.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á neskirkja@gmail.com
Þáttur í starfi æskulýðsfélagsins er að fara á æskulýðsmót, meðal annars í Vatnaskógi og fara þá leiðtogar með unglingunum.
Dagskrá þessa vetrar verður kynnt bráðlega.
