Senn líður að tónleikum í Neskirkju. Messías eftir G.F. Händel verður fluttur á laugardag kl. 17 og aftur á þriðjudag kl. 20. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri að hlusta á Messías í kirkjunni ykkar á aðventunni.
Flytjendur eru Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Ágúst Ólafson bassi. Steingrímur Þórhallsson stjórnar.
Miðaverð í forsölu er kr. 2.500 en 3.000 við inngang. Börn og skólafólk fá miðann á kr. 2.000 og það verð gildir einnig ef keyptir eru 10 miðar eða fleiri. Miðar eru seldir i forsölu hjá félögum í Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, í Neskirkju og hjá Tólf Tónum.