Að lokinni messu sunnudaginn 17. september munu Tómas Ponzi og Björk Bjarnadóttir koma með afurðir til kynningar og sölu úr heimaræktun sinni í Mosfellsdal og einnig verður alls konar smakk af uppskeru organistans, lífrænt te, tómatar, gúrkur svo eitthvað sé nefnt. Allir eru hvattir til að koma með eitthvað með sér úr sínum görðum, sultu krukku, kálhaus, hvað sem er til að bera á borð eftir messu. Gott brauð verður á staðnum sem hægt verður að smyrja á.