Samvera kl. 18 í garði Neskirkju. Neskirkja tekur æ fleiri græn skref. Nú setjum við niður ávaxtatré í garði kirkjunnar og sérfræðingur fræðir um garðyrkjustörf! Kór Neskirkju syngur sumarsöngva og vorsálma undir stjórn Steingríms Þórhallssoar. Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt fræðir um garðyrkju og við setjum niður ávaxtatré í garði kirkjunnar. Sumarlegar veitingar og Steinunnarborð með litum og myndum fyrir börnin! Sr. Skúli S. Ólafsson leiðir stundina.