Í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Neskirkju verður efnt til Neskirkjuhlaupsins sunnudaginn 2. apríl næstkomandi kl. 14. Mörk Nessóknar liggja um Hringbraut í norðri, Suðurgötu í austri og mæri Reykjavíkur og Seltjarnarness í vestri, auk suðurstrandarinnar og verður þessi hringur verður hlaupinn. Hlaupið er 10 km, einnig er hægt að fara styttri hring. Að hlaupi loknu verður boðið upp á veitingar í kirkjukjallaranum.