Á æskulýðsdaginn, þann 5. mars, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku æskulýðsstarfsins. Barnakórar syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, undirleikari er Ari Agnarsson. Yfirskriftin er Trúum með hjartanu. Umsjón með guðsþjónustunni hafa Stefanía Steinsdóttir og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Að guðsþjónustu lokinni býður æskulýðsfélagið upp á tertu í líki Neskirkju, sem félagar hafa bakað og er það tillegg þeirra til afmælisárs kirkjunnar, sem fagnar 60 árum á þessu ári.