Að venju verður helgihaldið ríkulegt yfir jólahátíðina. Á aðfangadag verða þrjár athafnir í Neskirkju, jólastund barnanna, aftansöngur og messa á jólanótt. Hátíðarmessur verða á jóladag og annan í jólum. Hin árlega jólakemmtun barnastarfsins verður einnig á annan í jólum.
24. desember aðfangadagur
Jólastund barnanna kl. 16.00
Fyrstu jólin verða sviðsett með aðstoð barnanna. Barnakór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Aftansöngur kl. 18.00
Kór Neskirkju syngur. Trompetleikur Áki Ásgeirsson. Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Guðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30
Tónlistarhópurinn Rinascente sér um tónlistina. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.
25. desember – jóladagur
Hátíðarmessa kl. 14.00
Háskólakórinn syngur. Félagar úr kammerhópnum Aþena flytja kafla úr hljómsveitarsvítu nr. 2 eftir Johan Sebastian Bach. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Tohma.
26. desember – annar í jólum
Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00
Helgistund, gengið í kringum jólatréð og gestir koma í heimsókn. Kaffi og konfekt.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Litli kórinn – kór eldri borgara Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi og einsöngvari Inga J. Backman. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.