í Neskirkju verður síðasta opna hús eldri borgara fyrir jól miðvikudaginn 13 des. Kaffiveitingar verða á Torginu kl. 15 og síðan mun Ellert B. Schram sjá um efni. Litli kórinn syngur undir stjórn Ingu J. Backmann. Undirleikari Reynir Jónasson.
Síðasta opna hús eldri borgara fyrir jól verður miðvikudaginn 13 des. Kaffiveitingar verða á Torginu kl. 15 og síðan mun Ellert B. Schram sjá um efni. Litli kórinn syngur undir stjórn er Ingu J. Backmann. Undirleikari Reynir Jónasson.
Fjöldi fólks hefur komið í opnu húsin í haust. Samskiptin hafa verið sérlega ánægjuleg og eldri borgarar í sókninni sýnt vaxandi áhuga á þessu starfi Neskirkju. Dagskráin hefur verið fjölbreytileg. Allir sem hafa komið og séð um efni eða haldið fyrirlestra hafa gert það til „Guðsþakka“ þ.e. í sjálfboðavinnu. Margrét Þrastardóttir hefur séð um glæsilegar veitingar. Öllu þessu frábæra fólki vil ég, f.h. kirkjunnar, færa þakkir.