Við upphaf aðventu koma ungir og aldnir saman í Neskirkju og hefja förina til Betlehem. Í messunni 3. desember kl. 11 sjá fermingarbörnin um helgileik, barnakórinn syngur og einnig Litli kórinn, kór eldri borgara. Í messulok verða kerti seld til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Við upphaf aðventu koma ungir og aldnir saman í Neskirkju og hefja förina til Betlehem. Í messunni sjá fermingarbörnin um helgileik, barnakórinn syngur og einnig Litli kórinn, kór eldri borgara. Í messulok verða kerti seld til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni og sr. Toshiki Thoma. Hanna Jóhannessen aðstoðar við útdeilingu. Meðhjálpari er Rúnar Reynisson. Steingrímur Þórhallsson stýrir tónlist og kór barnanna. Inga J. Backman stýrir Litla kórnum.
Basar og kaffisala verður til styrktar Ljósinu, sem eru samtök til styrktar krabbameinssjúkum. Í kjallara kirkjunnar verða seldir ýmsir handverksmunir frá morgni og fram til 15. Kaffisala á vegum Ljóssins verður á Torginu einnig.
Samfélagið keyrir upp hraða á aðventu og margir fyllast kvíða gagnvart verkefnum, sem geta orðið talsvert myrk. En aðventan er einmitt tími til að hægja frekar á og leyfa sér að íhuga meginefni þessarar farar sem við erum öll á, á leið til Betlehem. Það er betra að vera meðvitaður á því ferðalagi. Kirkjuferð er gott aðventuupphaf. Verið velkomin.