Nú eru Fangelsisbréfin eftir Dietrich Bonhoeffer loksins komin út í íslenskri þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar. Þau eru gefin út í flokki lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags.
Í tilefni útgáfunnar er boðið til útgáfuhófs í safnaðarheimili Neskirkju, 26. nóvember milli kl. 17 og 18:30.
Þar mun dr. Gunnar Kristjánsson segja frá guðfræðingnum og andspyrnumanninum Bonhoeffer. Þá mun dr. Skúli Sigurður Ólafsson fjalla um hvaða erindi Fangelsisbréfin eiga inn í samtíð okkar.
Allir velkomnir!
Bókin verður til sölu á staðnum, glóðvolg úr prentsmiðju.