Fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20.30 mun söngur og gleði vera við völd í Neskirkja en þá er von á góðum gestum í heimsókn, tónlistarfólkinu Sigríði Thorlacius, Svavari Knúti, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kristófer Kvaran gítarleikara. Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur taka þátt í tónleikunum. Hver kór syngur nokkur lög enn einnig syngja allir kórarnir saman sem og með gestunum góðu. Á lagalistanum má meðal annars finna lögin Sunnan yfir sæinn breiða, Við gengum tvö, I think of Angels, Rósin, Tvær stjörnur og svo mætti lengi telja. Semsagt jafnt íslensk sem erlend lög, sígild og trúarlega eðlis. Stjórnandi tónleikanna er Steingrímur Þórhallsson organisti.

Tónleikarnir standa í ríflega klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og eru miðar til sölu við innganginn í Neskirkju og hjá kórfélögum í Kór Neskirkju.