Seiðandi tónar, tangó og óramúsík hljómuðu á Torginu í Neskirkju í kvöld. Pamela de Sensi og Rúnar Þórisson léku og nutu aðstoðar leikaranna Sigurþórs Heimissonar og Halldóru Malín Pétursdóttur.
Seiðandi tónar, tangó og óramúsík hljómuðu á Torginu í Neskirkju í kvöld. Pamela de Sensi og Rúnar Þórisson léku og nutu aðstoðar leikaranna Sigurþórs Heimissonar og Halldóru Malín Pétursdóttur.
Þetta voru ævintýralegir og fjölbreytilegir tónleikar. Gítar- og flaututónlistin hljómaði vel í safnaðarheimilinu, Pamela fór á kostum í tuttugustu-aldar músíkinni, sem hún flutti og gítarinn faðmaði flautuhljómana með þokka.
Sigurþór Heimisson var búin að umbreyta Torginu í leikhús með smekklegu móti og svo birtust ljóstjöld með óvæntum hætti. En mest kom mér á óvart leikatriðin, sem þau Halldóra og Sigurþór sáu um. Sigurþór flutti inngang með ljósskyggnum sem n.k. innlýsingu að tónlist Cortes um dans Selenu. Síðan var seiðgjörningur Halldóru mjög sláandi við músík Niessner. Eftir hlé fluttu þau áhorfendur inn í heim argentínsks tangó og Astor Piazzolla.
Frábærir tónleikar, hrífandi fjölávirk sýning og skynjun virkjuð. Tónað inn í aðventu tekst vel. Takk, takk meira.