Biskup hefur hvatt söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.
Neskirkja mun ekki liggja á liði sínu.
Ólafur og Guðrún ætla að elda súpu n.k. sunnudag. Við hvetjum fólk til að greiða fyrir súpuna, framlag að eigin ósk og ágóðinn rennur til þessa mikilvæga verkefnis. Einnig verður baukur frammi í anddyri kirkjunnar.