Eitthvað fyrir þig? Fræðsla á þriðjudögum í Neskirkju kl. 18.00 – 20.30.
Eftirtalin fræðslutilboð verða í boði í Neskirkju fram að áramótum:
Messan – saga, uppbygging, tákn og þjónusta leikmanna
15., 22. og 29. september
Jákvæð sálfræði
6., 13., og 30. október.
Jákvæð sálfræði er ný grein í sálfræði sem rannsakar á vísindalegan hátt hvaða leið er best að fara þegar fólk vill bæta líf sitt og blómstra. Anna Jóna Guðmundsdóttir B.A.í sálfræði kennir.
Fermingarfræðsla fyrir fullorðna
27. október, 3. og 10. nóvember
Fara yfir helstu atriði kristinar trúar. Prestarnir kenna.
Guðfræði 101
17., 24. nóvember og 1. desember.
Hvað er guðfræði? Hvers vegna skiptir máli að þekkja Biblíunna? Hvers konar bók er Biblían? Með námskeiðinu er stefnt að því að gefa innsýn í viðfangsefni guðfræðinnar, kynna bækur Biblíunnar og ítreka mikilvægi biblíuþekkingar til skilnings á umræðu samtímans. Kennarar: Sigurvin Jónsson, guðfræðingur og prestar kirkjunnar.