Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigurvin Lárus æskulýðsprestur, Ari tónlistarmaður, Katrín Helga og Andrea Ösp. Samfélag og kaffisopi á Torginu.