Miðvikudagshádegin í Neskirkju verða áfram tileinkuð orgeltónlist Bach. Nú er komið að kóraforspilum hans sem að flestra mati eru tónsmíðaleg undur. Á dagskrá eru Orgelbuchlein og Leipzig kóralforspilin eða sálmaforleikir (forspil að sálmum)

Steingrímur Þórhallsson organisti mun fjalla stuttlega um hvert verk, spila laglínu hvers sálms á undan og eftir verkinu til að hlustendur glöggvi sig betur á hverju verki fyrir sig. Jafnvel munum við syngja saman einn eða tvo. Tónleikarnir verða um 20 – 25 mínútur (12:00 – 12:25) og í kjölfarið er tilvalið að fá sér hina heimsfrægu súpu Ólafíu í safnaðarheimilinu.

Markmiðið er að spila öll kóralforspilin úr þessum tveimur bókum en af og til mun ég einnig skella inn öðrum verkum eftir aðstæðum. Tónleikarnir eru annan hvern miðvikudag.