Tónleikar Steingríms Þórhallssonar organista í hádeginu á miðvikudögum halda áfram. Tónleikarnir eru tileinkaðir Bach og í vor munu Steingrímur spila kóraforspil hans, Orgelbuchlein og Leipzig kóralforspilin eða sálmaforleikir, sem að flestra mati eru tónsmíðaleg undur. N.k. miðvikudag, 19. mars, er komið að föstuforleikjum, en þar eru margir gullmolar í orgelbuchlein. Einnig verður Leipzig bókin heimsótt á ný. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og standa yfir í um hálf tíma.