Nú um helgina fór 25 manna hópur af Alfa I námskeiði í Neskirkju í Skálholt. Við vorum þar eins og blóm í eggi enda er hópum sinnt sérstaklega vel þarna.
Nú um helgina fór 25 manna hópur af Alfa I námskeiði í Neskirkju í Skálholt. Við vorum þar eins og blóm í eggi enda er hópum sinnt sérstaklega vel þarna.
Flestir komu með rútu á vegum kirkjunnar en einhverjir komu á einkabílum. Sigurvin Jónsson guðfræðingur og Úrsúla Árnadóttir framkvæmdastjóri Neskirkju sáu um fræðslu og sköpuðust skemmtilegar umræður um eðli bænarinnar og hlutverk heilags anda.
Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla gaf sér tíma á laugardagsmorgninum til að segja okkur nokkra þætti úr sögu staðarins en hann er með eindæmum skemmtilegur sögumaður. Hann sagði meðal annars frá því að við greftrun Páls Jónssonar biskups 1211 hafi himnarnir opnast með úhellisrigningu og það sama hafi gerst 1954 þegar kistan var opnuð og einnig þegar flytja átti hana á þjóðminjasafnið.
Í anda Páls kvöddum við Skálholt í úrhellisrigningu en vonum að hann hafi verið sáttur við heimsóknina.
Það er von okkar og bæn að öllum hafi liðið vel með okkur í Skálholti. Þær fáu myndir sem Sigurvin tók eru komnar á netið og auglýst er eftir fleiri myndum úr ferðinni. Einnig eru myndir sem Finnbogi Helgason tók í ferðinni á netinu.