Viltu breyta og viltu lifa orkumeira lífi. Já, margir velja nýjan lífsstíl á nýju ári? Fullbókað er á janúarföstu Neskirkju sem nú er hafin og margir komust ekki að. Því var ákveðið að bjóða til nýs föstunámskeiðs og hefst það sunnudaginn 25. febrúar. Hjónin, Elín Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, stýra þessari föstu í Neskirkju eins og hinum fyrri og í samvinnu við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur sem nýlega gaf út metsölubókina Heilsubók Jóhönnu. Þátttakendafjöldi er takmarkaður. Skráning er á netfanginu es@elinsigrun.is og s. 8994685.