Fermingarbörnin taka þátt í ljósamessunni á sunnudaginn kemur, 15. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu. Messan hefst kl. 11 eins og venjulega. Fermingarbörn og foreldrar eru boðuð til þessarar messu til að staldra við á aðventunni og íhuga táknmál þessa tíma. Organisti Steingrímur Þórhallsson og félagar úr Kór Neskirkju syngja. Meðhjálparar Valdimar Tómasson og Rúnar Reynisson. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Toshiki Thoma. Umsjón barnastarfs: Ása Laufey Sæmundsdóttir, Ari Agnarsson og Katrín Helga Ágústsdóttir.

Messa

Þetta er venjuleg sunnudagsmessa en með aðstoð fermingarungmenna. Þau ganga í skrúðgöngu, bera ljós í kirkju, slá ljósborg um söfnuð, lesa texta og stuttar skýringar og selja kerti fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eftir messu. Prestar eru Sigurður Árni Þórðarson og Toshiki Thoma.

Þátttaka

Vænst er þátttöku allra fermingarbarna og óskað að foreldrar og forráðafólk taki þátt í messunni. Systkini, afar, ömmur og ástvinir velkomnir!