Nýjasta kvikmyndin Ragnars Bragasonar Málmhaus fjallar m.a. um sorg og afleiðingar hennar. Presturinn í myndinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum, samtölum og flæði myndarinnar. Hann er áhugaverð týpa og farvegur agaðs stuðnings og blessunar – sem prestar eru jafnan í störfum sínum.

Ég hafði samband við Ragnar og hann hafði áhuga að ræða um myndina.

Í samvinnu við DEC, Deus ex Cinema, er boðið til samtals um kvikmyndina Málmhaus þriðjudaginn 29. oktbóber eftir að kl. 20 sýningu í Háskólabíó lýkur! Samtalið verður á Torgi Neskirkju.

Um myndina sjá hugleiðingu mína:

http://www.tru.is/postilla/2013/10/malmhaus

og gagnrýni Helgu Þóreyjar Jónsdóttur: http://klapptre.is/2013/10/10/gagnryni-malmhaus/

gagnrýni Tómasar Valgeirssonar:

http://www.biovefurinn.is/efni/umfjallanir/item/1089-mjalmhaus

Miðakaup:

http://www.smarabio.is/kvikmyndir/vnr/599

Það væri nú huggulegt – vegna undirbúnings – að þið sendið skeyti um ef þið ætlið eða stefnið að því að koma. Miðann kaupið þið en samveran á Torgi Nesirkju er í boði himinsins.

Bestu kveðjur, Sigurður Árni