Steingrímur Þórhallsson, organisti mun bjóða upp á blandaða tóna úr ýmsum pípum orgels Neskirkju, annað hvert miðvikudagshádegið í vetur. Fyrsta stundin er núna á miðvikudaginn klukkan 12:00 – 12:30 og á eftir er tilvalið að fá sér súp í Safnaðarheimili Neskirkju. Það er allt í góðu að mæta of seint og fara snemma.
Á efnisskránni til að byrja með verða allar stóru orgelpreludíur og fúgurnar eftir Bach og verður byrjað á fyrstu blaðsíðu bókanna tveggja. Inn á milli verka verður smá spjall og jafnvel laumað inn einu og einu öðru stykki.