„Hvenær byrjið þið starfið fyrir eldri borgara?“ Þannig hefur verið spurt undanfarið. Margir hafa tekið þátt í þessu starfi og í haust verður það útvíkkað og bætt. Í vetur verða samverur og fundir á miðvikudögum og dagskráin hefst oftast kl. 13,30. Yfirskrift er: Á krossgötum. 18. september er upphafsdagur.
Efni til umfjöllunar verður að vanda fjölbreytilegt og bryddað á ýmsum nýjungum. Sumt af því sem verður á dagskrá verður tekið upp og miðlað á veraldarvefnum. Ef einhver vilja taka þátt í undirbúningi og viðtölum er ráð að hafa samband við presta kirkjunnar. Farið verður í nokkrar ferðir og sú fyrsta verður í Skorradal. Kirkjubóndinn Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum verður heimsótt miðvikudaginn 18. September. Athugið að farið verður af stað frá Neskirkju kl. 13. Skráning í s. 5111560 eða runar@neskirkja.is Allir eru velkomnir á krossgötur Neskirkju og bjóðið gjarnan vinum með ykkur. Torg Neskirkju er stórt.