Messa í Neskirkju 4. ágúst kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar.
Enginn organisti spilar en félagar úr Kór Neskirkju leiða söng og þér er boðið að syngja með eða bara hlusta.
Prédikunarefni dagsins er skv. textaröðum kirkjunnar um aldir og ekkert sérstaklega hugsað út fá verslunarmannahelginni en í guðspjallinu er talað um matháka, vínsvelgi og annað vafasamt fólk. Hvað vildi Jesús með slíku tali á sínum tíma og hvað vill hann nú?