Sumarið kallar, fólk fer í frí. Og frí er þrungið merkingu sem talar til okkar. Til hvers frí og jafnvel frá hverju frí? Í messunni sunnudaginn 14. júlí verður farið í ferðalag, sem reyndar verður andlegt og inn á við.
Meðhjálari verður Katrín Helga Ágústsdóttir og prestur Sigurður Árni Þórðarson. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Allir velkomnir og messa hefst að venju kl. 11.