Öllum börnum í Nessókn er hér með boðið á leiksýningu í Neskirkju. Stoppleikhópurinn sýnir verkið Ósýnilegi vinurinn eftir barnabókahöfundinn Kari Vinje. Sýningin verðu í Neskirkju laugardaginn 25. október kl. 15 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir.
Öllum börnum í Nessókn er hér með boðið á leiksýningu í Neskirkju. Stoppleikhópurinn sýnir verkið Ósýnilegi vinurinn eftir barnabókahöfundinn Kari Vinje. Sýningin verðu í Neskirkju laugardaginn 25. október kl. 15 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir.
Leikritið segir frá Jónatan Finkeltopp og Pálu Pimpen en þau kynnast einn daginn og verða vinir. En þó að þau séu vinir eiga þau eftir að læra ýmislegt, t.d. að kunna að fyrirgefa og sættast. En síðast en ekki síst kynnast þau Ósýnilega vininum. Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.