Hinir árlegu saltfiskdagar Neskirkju hefjast í hádeginu föstudaginn 20. febrúar kl. 12-13 og standa 6 föstudaga í röð.
Boðið verður upp á suðrænan saltfisk. Máltíðin verður seld gegn vægu verði.
Fastan er tími íhugunar og tiltektar í sál og sinni. Njótum föstunnar og höldum í gamlar hefðir.