Myndlistarsýning Steinunnar Þórarinsdóttur í og við Neskirkju verður opnuð sunnudaginn 28. september. Steinunn er einn merkasti skúlptúristi Íslendinga. Hún hefur gert margar stórkostlegar myndir og hróður hennar hefur borist víða. Sýningin er sett upp á vegum Neskirkju.
Myndlistarsýning Steinunnar Þórarinsdóttur í og við Neskirkju verður opnuð sunnudaginn 28. september. Steinunn er einn merkasti skúlptúristi Íslendinga. Hún hefur gert margar stórkostlegar myndir og hróður hennar hefur borist víða. Sýningin er sett upp á vegum Neskirkju.
Ein mynda Steinunnar er í Kópavogskirkju. Tveir skúlptúrar eru í miðbænum, einn við Sandgerði og einn við grásleppuskúrana í Grímsstaðavörinni. Líkneskjan við Kristskirkju er að verðleikum í miklu uppáhaldi margra. Verk Steinunnar eiga sér djúprök, sem snerta og vekja.
Sjónlistaráð Neskirkju, SJÓN, hefur séð um undirbúning fyrir hönd sóknarnefndar Neskirkju. Listaverkin verða bæði innan dyra og utan. Við aðalinngang verður málmfólk að koma til kirkju og nærri dyrum verður biðjandi vera. Inni í safnaðarheimilinu verða lágmyndir og íhugunarverk. Á bekk á Torginu munu tvær málmverur sitja. Hvernig á að túlka þessar myndir verður verkefni þeirra sem sækja kirkju í vetur, því sýning Steinunnar stendur til föstuloka 2009.
Þetta er merkileg sýning merkilegs listamanns. Dr. Pétur Pétursson prófessor opnar sýninguna sunnudaginn 28. september kl. 12.30 þ.e. eftir messu. Þá mun Pétur stjórna íhugun á verkum Steinunnar mánudaginn 29. september kl. 12.30 á Torginu. Pamela de Sensi leikur á flautu. Allir velkomnir.