Já, 11.11. kl. 11 verður messa í Neskirkju. Rætt um viðburð 11.11. sem hafði heimsögulega þýðingu.Messa á kristniboðsdegi og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur – kór eldri borgara í Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. Neskirkja rúmar marga. Hvernig væri að drífa sig í messu?