Helgihald í Neskirkju sunnudaginn 21. október verður fjölbreytilegt. Messa og barnastarf verða að venju kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari og ræðir um ferðalög og lífsleiðir. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.
Ástarsöguguðsþjónusta kl. 20 um kvöldið. Stjórnendur verða Sesselja Thorberg, Magnús Magnússon og prestarnir Sigurvin Jónsson og Sigurður Árni Þórðarson. Hannes Guðrúnarson leikur á gítar í athöfninni. Allir velkomnir til þessarar kyrrðarsamveru sem hverfist um ást, ástarsögur, tengsl og líf.
Neskirkja er opin kirkja eins og önnur guðshús þjóðkjunnar. Það merkir að allir eru velkomnir.