Barna- og unglingastarf Neskirkju verður með leikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 610 ára (fædd 2002-1998). Námskeiðin eru viku í senn frá mánudegi til föstudags, klukkan 1317. Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl við nýja félaga. Myndir af námskeiðum síðasta sumars má sjá á myndasíðu barnastarfsins.
Barna- og unglingastarf Neskirkju verður með leikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 610 ára (fædd 2002-1998). Námskeiðin eru viku í senn frá mánudegi til föstudags, klukkan 1317. Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl við nýja félaga. Myndir af námskeiðum síðasta sumars má sjá á myndasíðu barnastarfsins.
Á leikjanámskeiðunum er fjölbreytt dagskrá og verður farið í ferðalög í hverri viku, farið í leiki, unnin verkefni og fræðst um umhverfi barnanna. Umsjón hafa Sigurvin Jónsson og Sunna Dóra Möller en hópur unglingaleiðtoga mun einnig starfa á námskeiðunum.
Námskeið 1 / 9.13. júní
Námskeið 2 / 16.20. júní*
Námskeið 3 / 5.8. ágúst*
Námskeið 4 / 11.15. ágúst
* Fjögurra daga námskeið
Þátttökugjald er 4.000 (3.500*) krónur. Veittur er systkinaafsláttur og einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. Innifalið í þátttökugjaldi eru allar dagsferðir og efniskostnaður, auk nestis. Innritun fer fram í Neskirkju alla virka daga í síma 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is