Nýr prestur og guðlast í messunni 22. október! Sr. Magnús Erlingsson kemur til hálfs mánaðar þjónustu í Neskirkju og þjónar við altari næsta sunnudag. En guðspjall dagsins fjallar um guðlast.
Nýr prestur og guðlast í messunni 22. október! Sr. Magnús Erlingsson kemur til hálfs mánaðar þjónustu í Neskirkju og þjónar við altari næsta sunnudag. En guðspjall dagsins fjallar um guðlast. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.
Í messunni þjóna einnig sr. Toshiki Thoma og Hanna Johannessen. Félagar í Kór Neskirkju syngja og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari er Úrsúla Árnadóttir.
Barnastarfið byrjar í kirkjunni og börnin fara svo í safnaðarheimilið. Eftir messu verður messukaffi og fermingarbörnin vinna verkefni. Allir velkomnir til að taka þátt í messu og samfélagi. Guðlastið verður rætt en reynt að forðast iðkun þess!