Á næstkomandi fimmtudag munu Neskirkja, NeDó og skátafélagið Ægisbúar standa fyrir helgistund í Vesturbæjarlaug en ókeypis verður í sund þann dag. Um stundina sjá Sigurvin Jónsson og Aðalsteinn Þorvaldsson, auk unglingaleiðtoga en Ari Agnarsson mun spila sumarlög. Eftir stundina verða leikir og sprell fyrir krakkana. Allir velkomnir